Ódýr gisting í miðbæ Reykjavíkur. Frábær aðstaða fyrir hópa og einstaklinga á góðu verði

KEX býður upp á ódýra gistingu í hjarta Reykjavíkur. KEX er nútímalegt hótel með veitingastað, kaffihús, bar og líkamsrækt.

Book your stay with us now!

Hvað er KEX?

KEX var stofnað árið 2010 af gömlum vinahópi sem langaði að taka sér nýtt og spennandi verkefni fyrir hendur. Hugmyndin að KEX kviknaði þegar félagarnir skoðuðu yfirgefna byggingu sem áður hafði hýst kexverksmiðjuna Frón. Þetta gamla og glæsilega verksmiðjuhúsnæði stóð autt og hafði næstum orðið niðurrifi að bráð. Þeir voru reyndar að leita að staðsetningu fyrir kvikmyndatökur en önnur hugmynd varð yfirsterkari.

KEX var innréttað með virðingu fyrir sögu hússins og verksmiðjubragnum var leyft að njóta sín. Í stað þess að rífa allt út og raða inn fjöldaframleiddu dóti voru húsgögn með mikla reynslu látin ganga fyrir. Nánast allt sem kom inn á KEX átti sitt fyrra líf og sál. Sameiginleg fyrri reynsla þessara hluta á stóran þátt í að skapa sálina og andrúmsloftið í KEX.

KEX er svefnstaður, bækistöð, þvotta- og eldhús, hvíldarstaður, staður tónlistar og menningar fyrir frjálsa huga hvaðan sem þeir koma.

Á KEX er í boði gisting fyrir 142 gesti, í mismunandi herbergjum og verðflokkum. Þar er einnig þvottahús, líkamsræktaraðstaða, gestaeldhús, gastro pub, þráðlaust net og margt fleira.

Drinx

Bjór er ekki bara lager. Við stoutum okkur af góðu úrvali af al-íslensku bruggi. Bjórúrvalið sveiflast með árstíðunum og láttu þér ekki bregða þó við berum vínið ekki fram í tékkneskum kristal. Kráarmatseðillinn er margslunginn og hressandi.

Baxtur

Nýbakað og lífrænt. Byrjaðu daginn á morgunverðarhlaðborði Sæmundar á KEX. Þar er fjölbreytt úrval af lífrænum íslenskum sultum, íslenskum ostum og nýbökuðu brauði auk ljúffengs hafragrautar með gómsætum bragðbætandi kostum út á. Með kaffinu er hægt að fá lungamjúkar muffins, hnallþórur og gamla góða Frónkexið.

Morgunverður er framreiddur alla virka daga, milli 07-10:30 og milli 07-12 um helgar. Kostar 1.450 kr. á mann.

TEXT - FLIX

Í bókaherberginu okkar TEXT, er fjölbreytt lesefni á boðstólum og innan um fallegar kápur skáldsagna og fræðslubóka geta ferðamenn fræðst um Ísland og skipulagt næstu skref. Bíóklúbburinn FLIX er til húsa í Gym & Tonic. Þar er oft í boði að horfa á fréttir, íþróttaleiki og íslenskar bíómyndir.

 

RAXTUR

Rakarinn er á staðnum alla fimmtudaga milli kl. 19-22. Hvort sem þú ert að koma úr fjallgöngu eða á leið á barinn er gott að koma við á hárgreiðslustofunni RAXTRI. Þar gerir rakarinn þig enn fallegri.

GYM & TONIC

Gym & Tonic er salur með mörg andlit. Þrátt fyrir að vera í stíl gamaldags hnefaleikasalar, getur hann farið í hlutverk veislusalar, fundarsalar, leikhúss, tónleika­salar, kvikmyndasalar o.s.frv. Í Gym & Tonic er einnig góð og gamaldags aðstaða til líkamsræktar. Hvort sem þú vilt fá útrás á boxpúða, sveifla þér á fimleikahesti eða bara stunda Mullersæfingar.

KEX - Grill

Á veitingastað KEX er í boði fjölbreyttur matur á sanngjörnu verði. Matseðillinn og réttir dagsins breytast eftir veðrinu og vertíðum og uppátækjum kokksins.

Við inngang KEX er skjólsælt port. Þar geta gestir og gangandi tyllt sér við borð á útipalli KEX, notið tónleika eða gripið eitthvað af grillinu. Sól og blíða er allsráðandi, ekki síst í febrúar.

KEX TOUR DESK

Í ferðahorninu okkar er ferðalöngum boðið upp á trausta aðstoð fagfólks við að skipuleggja innanlandsferðir sínar. Skiptir þá engu hvort um er að ræða að finna Sundhöllina eða Jökulsárlón.